Skólabyrjun

Skólabyrjun Nú líđur ađ byrjun skólaársins 2017 – 2018 og mun kennsla hefjast fimmtudaginn 24.ágúst 2017, kl. 08:00. Ţetta ár verđur ár mikilla

Fréttir

Skólabyrjun

Nú líđur ađ byrjun skólaársins 2017 – 2018 og mun kennsla hefjast fimmtudaginn 24.ágúst 2017, kl. 08:00.

Ţetta ár verđur ár mikilla breytinga hjá okkur og ber ţá fyrst ađ nefna ađ nýtt fólk skipar nú stöđu bćđi skólastjóra og ađstođarskólastjóra. Skólastjórinn verđur Birgir Jónsson og ađstođarskólastjóri verđur Ásta Stefanía Svavarsdóttir.

Önnur breyting er sú ađ nú panta foreldrar sjálfir tíma fyrir sig og barn/börn sín í foreldraviđtöl. Munum viđ í bréfi ţessu leitast viđ ađ gefa eins góđar leiđbeiningar og hćgt er til ađ auđvelda foreldrum ţessar breytingar. Leiđbeiningarnar eru neđst í skjali ţessu.

Einnig verđur fyrirkomulag á sundkennslu annađ í ár en veriđ hefur. Ekki verđur lengur kennt í tímabilum, á haustin og vorin, eins og áđur. Nú fá nemendur einn tíma í sundi á viku allt áriđ.

Matarfyrirkomulag mun verđa međ sama sniđi og veriđ hefur undanfarin ár og mun Sveinn hjá Fjarđaveitingum áfram sjá um matinn fyrir okkur. Ţeir sem ćtla sér ađ kaupa mat fyrir barn/börn sín geta fyllt út beiđni ţess efnis í foreldraviđtalinu og skiliđ eftir hjá umsjónakennara.

Dvölin mun verđa međ svipuđu sniđi og á síđasta ári og verđur hún Sunna okkar Hafsteinsdóttir yfirmađur ţar áfram. Umsóknareyđublöđ fyrir Dvölina munu einnig liggja frammi hjá umsjónarkennurum í foreldravitalinu.

Rétt er ađ ítreka ađ ef nemandi veikist, ber foreldri eđa forráđamanni ađ tilkynna ţađ til skólans á hverjum degi á međan á veikindum stendur. Hćgt er ađ tilkynna slíkt bćđi í gegn um Mentor.is eđa hringja í símanúmer skólans: 476-1355. Tekiđ er viđ veikinda tilkynningum á milli kl. 07:50 – 08:10. Ef sćkja ţarf um leyfi í einn til tvo daga fyrir nemanda, er nóg ađ sćkja um slíkt hjá umsjónakennara bekkjarins, en ef um lengri tíma er ađ rćđa ţarf ađ sćkja um ţađ skriflega. Eyđublöđ vegna lengri leyfa liggja frammi hjá ritara.

Ţađ er ósk okkar ađ foreldrar og nemendur hafi átt yndislegt sumarfrí og allir komi ferskir til náms ţann 24.ágúst.

Međ bestu kveđju

Starfsfólk skólans

Leiđbeiningar fyrir foreldraviđtöl (PDF)