Nóvember pistill

Samtals-lestur  Á móti hefđbundnum upplestri ţar sem hinn fullorđni les og barniđ hlustar,  krefst samtals lestur ţess ađ hinn fullorđni lesi á

Nóvember pistill

Samtals-lestur 

Á móti hefðbundnum upplestri þar sem hinn fullorðni les og barnið hlustar,  krefst samtals lestur þess að hinn fullorðni lesi á þann háttað það skapi meiri málfarslega þátttöku frá barninu meðan lesið er. Við að hvetja barnið mállega meðan lesið er  barnið örvað meira hreint þroskalega,  þannig að barnið sýnir árangur  í betri málhæfni um leið og aðferðin örvar óhlutbundna hugsun  barnsins. Samtals lestur er hægt að nota markvisst til að styðja við ákveðna afmarkaða þætti eins og orðaforða,  en líka  sem umræðu grundvöll og til að  byggja upp góð og lærdómsrík samtöl.

Samtalslestur  er einföld og áhrifarík aðferð til að styrkja mismunandi þætti  málþroskans og er auðvelt að nota aðferðina heima við og í skólum/leikskólum.  Það að samtalslestur hafi einnig góð áhrif á börn með erfiðleika í málþroska þýðir að hægt er að örva þau sérstaklega í gegnum samveru sem flestum börnum finnst hvetjandi, uppörvandi og skemmtilegt.  Að nota samtalslestur með áherslu á grunnþætti  málsins  er aðferð  sem gengur út frá mállegri getu hvers  einstaks barns, þegar kennarinn er meðvitaður  um hvernig hann styrkir hvern einstakling  með þeim hætti sem hann sjálfur notar málið.  Það að foreldrar geta einnig notað  samtalslestur, gerir aðferðina sérstaklega notadrjúga.

Samtalslestur felst í, eins og orðið gefur til kynna,  tveimur aðgerðum: samtali og lestri.  Aðferðin byggir í upphafi á þremur yfirhugtökum sem nota má allt lestrarferlið.

 • Notið tækni sem hvetur/örvar  barnið meðan lesið er (spyrjið barnið spurninga)
 • Gefið hámarks upplýsandi endurgjöf meðan lesið er (túlkið og útvíkkið það sem barnið segir)
 • Styðjið við barnið sem næst þroskastigi þess.

Þegar þessir punktar eru settir í uppeldislegt samhengi lítur  þetta svona út:

 Á undan lestrinum:

 • Lestu bókina áður en þú lest hana fyrir börnin. Hugsaðu um hvað þú ætlar að tala um og spyrja nánar út í.
 • Lestu í rólegum og öruggum aðstæðum.
 • Kynntu bókina fyrir barninu: talaðu um forsíðuna, baksíðuna. Hvað ætli bókin fjalli um? Hvað ætli standi utan á bókinni? Segið frá hver höfundurinn er og hver myndskreytir.
 • Notið opnar spurningar um útlit bókarinnar.
 • Leyfið e.t.v. barninu að handleika hluti sem hafa sérstaka þýðingu í sögunni.

Á meðan lesið er:

 • Hlustið á barnið og verið opin fyrir spurningum á meðan lesið er. Þegar barnið spyr,  stoppið lesturinn og talið við það um möguleg svör.
 • Fylgið forvitni barnsins, verið til staðar, spyrjið út í áhugamálin og bíðið eftir svörum þess. Hlustið á svörin  og dragið þau eins og hægt er inn í samtalið.
 • Leyfið barninu að segja frá sínum upplifunum.
 • Við endurlestur: hvetjið barnið t il að segja frá því sem það man, t.d. út frá myndunum. Hjálpið barninu  að  setja orð á frásögnina, ef það man ekki réttu orðin og atburðina. Útskýrið þau orð sem barnið þekkir ekki og bætið við nýjum orðum.

Eftir lesturinn:

 • Talið við barnið um innihaldið, einnig eftir að  bókinni er lokað. Notið nýju orðin sem bókin inniheldur- því oftar sem barnið heyrir orðin því meiri líkur á að það muni þau og noti þau sjálf.

Á meðan á öllu þessu stendur er mikilvægt að samtalið sé notað markvisst og að barnið fái að tala. Það er einnig  hægt að bæta við og vinna áfram með söguna með því að endursegja, nota mismunandi samtöl eða jafnvel að leikgera söguna.

Njótið sem best samverunnar!

 

 

Halldóra Baldursdóttir

Þýtt og staðfært: www. sprogpakken.dk