Sérkennsla

    Samkvćmt grunnskólalögum er grunnskólinn fyrir alla nemendur og ber ađ haga störfum sínum í sem fyllsta samrćmi viđ eđli og ţarfir nemenda. Skólinn

Sérkennsla

 

 

Samkvæmt grunnskólalögum er grunnskólinn fyrir alla nemendur og ber að haga störfum sínum í sem fyllsta samræmi við eðli og þarfir nemenda. Skólinn leitast við að laga starf sitt að þroska og getu allra nemenda, þannig að allir fái kennslu við hæfi.
Sérkennsla er liður í að nálgast þetta markmið. Hún er ætluð þeim nemendum sem af einhverjum orsökum þurfa sérstaka aðstoð við nám sitt, í lengri eða skemmri tíma. Mat sérkennara, kennara, sálfræðinga og/eða annarra sérfræðinga, í fullu samráði við foreldra, liggur að baki ákvörðunar um sérkennslu.  Áhersla er lögð á að greina stöðu nemandans og vinna síðan út frá einstaklingsnámskrá.  Helstu áhersluþættir eru lestur, ritun og stærðfræði, en þessir þættir eru forsendur fyrir öllu öðru námi.
 
Sérkennslan fer  ýmist fram í lesveri, þar sem einn eða fleiri nemendur koma eða sérkennari fer inn í bekk til aðstoðar, eftir því sem henta þykir hverju sinni. Fyrst og fremst er leitast við að sinna nemendum inni í bekk. Í nokkrum tilfellum er talin þörf á sérstökum stuðningi við einstaklinga eða hópa og sinna stuðningsfulltrúar þeim störfum
 
Fyrirbyggjandi aðgerðir: Til viðbótar mati kennara og hefðbundnum prófum, notum við ýmis gögn til að finna þá nemendur sem  þarfnast aðstoðar eða eiga við sértæka erfiðleika að stríða.
Þetta er m.a.:
 • í 1. bekk - könnun á málþroska og teikniþroskapróf í nóvember,  lesskimun- Læsi í nóvember og febrúar, ásamt hreyfiþroskamati sem íþróttakennari leggur fyrir;  Nýtt lestrargreiningarpróf verður tekið upp að hausti í 1. bekk –Leið til læsis
 • í 2. bekk – lesskimun - Læsi í nóvember og febrúar.
 • í 3.bekk - stöðumat í lestri og stafsetningu að vori (Aston Index) ásamt skimun í 
            stærðfræði - Talnalykill í jan/feb.
 • í 4.bekk - hraðlestrarpróf og lesskilningspróf; samræmd próf í íslensku og stærðfræði
 • í 5. bekk -  lesskilningspróf  Carlsten ásamt stafsetningarmati að hausti
 • í 7. bekk – samræmd próf í íslensku og stærðfræði.
 • í 8. bekk - lesskilningspróf  Carlsten ásamt stafsetningarmati að hausti
 • í 9. bekk – greinandi ritmálspróf. Grp 14, hóppróf í okt/nóv.
 • Í 10. bekk- samræmd próf í september, íslenska, stærðfræði og enska.
 
Að auki eru hefðbundin lestrarpróf  reglulega, til að fylgjast með framvindu í lestrarnáminu.
Samræmd próf í 4., 7.og 10.bekk  geta einnig gefið vísbendingar um námsstöðu nemenda og reynum við að bregðast við þeim ábendingum sem þar koma fram.
Helstu greinandi próf sem notuð eru innan skólans eru:
 • Aston Index - lesgreiningarpróf,
 • Told - málþroskapróf,
 • Talnalykill – stærðfræðigreining,
 • Læsi, lesskimunarpróf fyrir 1.-2. bekk,
 • Leið til læsis- væntanlegt í haust.
 • Grp 10 og Grp 14 sem eru greinandi lestrar/ritmálspróf fyrir 5. og 9. bekk.
 • Logos-lesgreiningartæki sem greinir lestrarerfiðleika hjá nemendum í 3. – 10. bekk.
 
Leitað er til sérfræðiþjónustu Skólaskrifstofu Austurlands eftir þörfum. Þar eru sálfræðingar, kennsluráðgjafar og talmeinafræðingur sem sinna beiðnum eftir því sem þær berast.
 
Kennsla nemenda sem hafa annað móðurmál en íslensku er alltaf í gangi hjá okkur. Sú kennsla  er í raun í höndum allra kennara, því þessum nemendum er kennt með öðrum nemendum að miklu leyti. Sumir þeirra fá þó sérstaka kennslu í íslensku, lestrarkennslu og aðstoð í öðrum námsgreinum, mest í byrjun og síðar eftir því sem ástæða þykir.