Brot á skólareglum og ástundun

Við brot á skólareglum fara viðbrögð og viðurlög eftir eðli brots

Ef nemandi veldur verulegri truflun á kennslustund og lætur sér ekki segjast við áminningu kennara er heimilt að vísa nemandanum úr tíma. Þá gerist eftirfarandi:

  • Kennarinn hefur samdægurs samband við foreldra/ forráðamenn nemandans.
  • Nemandi sækir ekki kennslustund hjá viðkomandi kennara fyrr en að afloknu viðtali.
  • Umsjónarkennara skal gerð grein fyrir agabroti nemandans.

 

Nemendur eru ábyrgir fyrir því tjóni sem þeir kunna að valda á eignum skóla, starfsfólks eða skólafélaga sinna. Þeir skulu bæta tjón sem þeir valda.

Valdi notkun farsíma, fjarskiptatækja eða tölvuleikja truflun í skólastarfinu mun viðkomandi tæki gert upptækt og afhent skólayfirvöldum. Einungis foreldrar eða forráðamenn fá tækið afhent.

Gerist nemandi sekur um alvarlegt brot á skólareglum eða lögum almennt hvar sem er á vegum skólans verður hann sendur heim á kostnað forráðamanna sinna.

Hafi umsjónarkennari vísað málum nemanda til skólastjóra vegna brota á skólareglum eða slakrar skólasóknareinkunnar er það ákvörðun skólastjóra í samráði við umsjónarkennara hvort viðkomandi nemandi fær heimild til þátttöku í ferðum skólans.

Verði nemandi uppvís að notkun rafretta, reykingum eða neyslu áfengis eða annarra vímuefna í eða við skóla er um alvarlegt brot að ræða og er meðhöndlað eins og lýst er í næstu málsgrein.

Ef nemandi gerist sekur um alvarleg eða endurtekin brot á skólareglum er heimilt að vísa honum tímabundið úr skóla meðan leitað er úrlausna á hans málum enda verði forráðamönnum og fræðsluyfirvöldum tilkynnt tafarlaust um ákvörðun skólayfirvalda.

 Ástundun

Í hvert sinn sem kennarar gera athugasemd við hegðun nemanda meðan á skólastarfi er það skráð í Mentor samkvæmt eftirlits- og punktakerfinu hér fyrir neðan. Kerfið virkar þannig að kennarar fylgjast náið með námi og starfi nemenda í öllum bekkjum. Óheimilar fjarvistir, óstundvísi, brottrekstur úr kennslustund og truflun ásamt ástundun gefa ákveðinn fjölda punkta sem segir til um skólasóknareinkunn. Kennarar gefa seint ef nemandi mætir 1- 14 mín of seint í kennslustund. Ef nemandi mætir 15 mínútum of seint skal gefið fjarvist í kennslustund. Nemendur eru þó hvattir til að mæta þó 15 mínútur séu búnar af kennslustundinni. Ef nemandi er fjarverandi meira en 15 mínútur af kennslustund (yfirgefur kennslustund í 15 mínútur eða meira) þá telst það sem fjarvist.

 

Eftirfarandi reglur eru settar til að auðveldlega megi að fylgjast með skólasóknareinkunn nemanda

Brot og punktafjöldi

Skólasóknareinkunn 

 

Umsjónarkennarar fylgjast með skráningu varðandi nemendur sína og skulu senda forráðamönnum ástundunarpósta a.m.k. mánaðarlega. Umsjónarkennarar eru lykilaðilar í úrvinnslu og eftirfylgni málanna og þeir vinna samkvæmt þessum verklagsreglum.

 1. Ef nemenda fer lækkandi í skólasóknareinkunn ræðir umsjónarkennari við hann og hvetur hann til gera þar bragarbót á. Þegar einkunnin er komin í 8,5 aðvarar umsjónarkennari viðkomandi nemanda og hefur jafnframt samband við forráðamenn hans og kallar eftir ábyrgð þeirra á nauðsynlegum úrbótum.

 2. Við einkunnina 7,0 boðar umsjónarkennari, nemandann og forráðamenn hans ásamt stjórnendum til fundar, þar sem sameiginlega er  tekin ákvörðun um úrbætur og nemanda er boðinn ástundunarsamningur. Nemandi getur um leið óskað eftir hækkun skólasóknareinkunnar og hækkar hún þá um 0,5 fyrir hverja viku sem skólasókn er óaðfinnanleg.

 3. Ef samþykkt áætlun stenst ekki og einkunnin heldur áfram að fara niður er málinu vísað til félagsmálayfirvalda þegar einkunnin er orðin 5,0.

 

Myndræn útgáfa af ferlinu