Dvölin

Velkomin á upplýsingasíðu Dvalarinnar

 

Símanúmer í Dvölinni er 470-9154

GSM símanúmer Dvalarinnar er 868-9154

 

Nemendur yngstu bekkjanna eiga þess kost að koma í Dvölina að loknum skóla og dvelja fram eftir degi. Þannig getur lengsta dvöl þar orðið frá 13:15- 16:30.  Margir krakkar nýta sér þessa þjónustu og eru í Dvölinni í góðu yfirlæti við leiki og störf.  Starfsmenn Dvalarinnar eru þær sem er Huldís Snæbjörnsdóttir forstöðumaður, Andrea Birna Aðalsteinsdóttir, Dovilé Rinkeviciené og Thelma Rún Fossberg Davíðsdóttir.

Vistunargjald frá 1. febrúar 2024 miðast við gjaldskrá Fjarðabyggðar. Gjaldskráin er endurskoðuð reglulega af bæjarstjórn Fjarðabyggðar og er foreldrum því bent á að kynna sér gjaldskrá frístundaheimila á heimasíðu Fjarðabyggðar.  Systkinaafsláttur er milli vistunargjalds á frístundaheimili og vistunargjalds í leikskóla. Afsláttur á leikskóla er óbreyttur, en barni 2 á frístundaheimili fylgir 25% afsláttur, barni 3 á frístundaheimili fylgir 50% afsláttur og barni 4 á frístundaheimili fylgir 100% afsláttur. Gjaldið greiðist mánaðarlega, fyrirfram.

  • Foreldrar geta nálgast umsóknarblöð hjá ritara eða hjá starfsfólkinu í Dvölinni
  • Ef þið viljið breyta Dvalarsamning, hafið þið samband við Huldísi og þarf það að eiga sér stað fyrir 20. hvern mánaðar.
  • Ef það vakna spurningar er hægt að hafa samband við Huldísi