Skólaþjónusta Fjarðabyggðar

 Áratuga farsælu starfi Skólaskrifstofu Austurlands lauk 31. júlí 2021, en gengið hafði verið frá því að sveitarfélögin, Fjarðabyggð og Múlaþing tækju við starfsemi skólaþjónustunnar frá 1. ágúst. Skólaþjónustan í Fjarðabyggð er nú hluti af starfsemi Fjölskyldusviðs Fjarðarbyggðar, en talmeinaþjónusta er keypt af Múlaþingi. Skólaþjónustan er skipuð eftirtöldum starfsmönnum:

  • Alma Sigurbjörnsdóttir, sálfræðingur
  • Berglind Ósk Guðgeirsdóttir, ritari fjölskyldusviðs
  • Björg Þorvaldsdóttir, kennsluráðgjafi
  • Eyrún Björk Einarsdóttir, talmeinafræðingur, starfsmaður Múlaþing
  • Steinunn Ásta Lárusdóttir, sálfræðingur
  • Anna Marín Þórarinsdóttir, fræðslustjóri, veitir starfseminni forstöðu

 

 Starfsemi skólaþjónustu sveitarfélaga er skilgreind í 40. gr. grunnskólalaga nr. 917 2008 og í 21. gr. leikskólalaga nr. 90 2008 og kveðið er á um nánari útfærslu í reglugerð nr. 444 2019. Hlutverk og markmið með starfsemi skólaþjónustunnar koma fram í 2. gr. reglugerðarinnar:

  • Skólaþjónusta tekur annars vegar til stuðnings við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi skóla og starfsfólk þeirra.
  • Markmið með skólaþjónustu sveitarfélaga er að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi.
  • Skólaþjónusta skal beinast að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á. 

Mikið og náið samstarf er innan Fjöslkyldusviðs og eitt samstarfsverkefnið sem starfsmenn Skólaþjónustunnar taka þátt í er Sprettur, þverfaglegt teymi sérfræðinga Fjölskyldusviðs og HSA. Um er að ræða nærþjónustu, sem veitt er í húsnæði leik- og grunnskólanna í öllum byggðarkjörnum í Fjarðabyggð. Verkefni Spretts eru í anda nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Verklag er varðar beiðnir um aðstoð Skólaþjónustunnar er það sama og var hjá Skólaskrifstofu Austurlands. Bent er á að enn er heimasíða Skólaskrifstofu Austurlands, skolaust.is, aðgengileg og þar má finna margt gagnlegt efni fyrir foreldra og starfsfólk skóla.

 

Þóroddur Helgason, fræðslustjóri