Fræðsla frá Tourette samtökunum

Sindri Viborg, formaður Tourette-samtakanna kom í Eskifjarðarskóla og hélt fræðslu fyrir nemendur í 5.-10.bekk. Hann sagði nemendum frá Tourette og deildi reynslu sinni af sjúkdómnum sem barn og fullorðinn maður. 

"Tourettesjúkdómur er taugasjúkdómur, sem stafar af ójafnvægi á boðefnaflæði í heila. Helstu einkenni eru svonefndir kækir, sem eru tilgangslausar en óviðráðanlegar endurteknar hreyfingar eða hljóð."

Hann útskýrði fyrir nemendum að einstaklingar með Tourette verða oft fyrir aðkasti í skólanum og bað þá um að sýna öllum virðingu, tilitsemi og vinsemd.

Tónlistarfólkið Billie Eilish og Lewis Capaldi hafa komið fram og sagt frá lífi sínu með Tourett sem er dásamlegur sýnileiki fyrir sjúkdóminn og leiðir til aukins skilnings í samfélaginu. 

Lewis Capaldi með kæki á tónleikum

Billie Eilish segir frá Tourette í viðtali hjá Netflix

 

Við þökkum Sindra og samtökunum fyrir frábæra fræðslu. Við fögnum fjölbreytileikanum í Eskifjarðarskóla.