Við í Eskifjarðarskóla fengum heldur betur flottan sleða sem verður í alrými skólans á miðhæðinni í desember 2022.
Sleðinn er farand-sleði þar og hugmyndin er að hann fari á milli grunnskóla Fjarðabyggðar og verði í desember ár hvert í einum af skólunum til sýnis. Í fyrra var hann í Nesskóla og í ár fáum við í Eskifjarðarskóla að njóta hans.
Sleðinn er gjöf til Grunnskóla Fjarðabyggðar. Hann var smíðaður í VA í samstarfi við FabLab Austurlands.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is