Nemendur 4. bekkjar við Eskifjarðarskóla voru í náttúrufræðitímum hjá Heiði Dögg að framkvæma tilraun á því hvaða áhrif mismunandi hreinar hendur hafa á hreint brauð.
Brauðsneiðarnar voru settar í zip-lock poka og merktir með hvaða tegund hafði áhrif á brauðið.
Tilgangurinn er að sjá hvaða áhrif mismunandi yfirborð og efni hefur á hreint brauð sem geymt hefur verið jafn lengi á sama stað við sömu aðstæður.
1. Ósnert brauð sett í poka með töngum
2. Brauð sett í poka með höndum sem voru þvegnar með sápu og vatni
3. Brauð sett í poka með óhreinum höndum
4. Brauð sett í poka með höndum sem voru sótthreinsaðar með spritti
5. Brauð sett í poka var nuddað á lyklaborð á fartölvu í skólanum.
Niðurstöðurnar voru birtar í dag og sjá má niðurstöðurnar hér:
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is