Vegna skólahalds í skólum Fjarðabyggðar fimmtudaginn 30.mars 2023

Hér koma upplýsingar um skólahald næstu daga og allir eru hvattir til að fylgjast með heimasíðu Fjarðabyggðar, heimasíðu grunnskólans (grunnesk.is), tölvupósti og sms sendingum í fyrramálið ef eitthvað breytist.


Skólahald í Fjarðabyggð - fimmtudag 30. mars og föstudag 31. mars

Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu og rýminga hefur verið ákveðið að ekkert skólahald verður í Nesskóla, leikskólanum Eyrarvöllum og Tónskóla Neskaupstaðar, fimmtudaginn 30. mars og föstudaginn 31. mars. Sama á við um Verkmenntaskóla Austurlands en þar verður ekki skólahald þessa daga.

Einnig mun ekkert skólahald verða í leikskólanum Dalborg á Eskifirði á meðan rýmingu varir á svæði 4 á Eskifirði. Snillingadeild leikskólans sem staðsett er í Eskifjarðaskóla mun verða opin.

Stefnt er að því að skólahald í öðrum skólum Fjarðabyggðar þ.m.t. Eskifjarðarskóla verði með óbreyttum hætti, en foreldrar eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum sem munu verða sendar út á heimasíðu Fjarðabyggðar í fyrramálið ef breytingar verða á því. 

Við hvetjum alla til að fylgjast með fréttum í fyrramálið!

Með kveðju úr skólanum