Skólareglur

Skólareglur

Skólareglur þessar gilda hvar sem nemendur eru á vegum skólans

 

1.     Göngum vel um umhverfi okkar og höfum allt í röð og reglu.

2.     Nemendum ber að fylgja fyrirmælum alls starfsfólks skólans.

3.     Sýnum kurteisi, tillitssemi og fylgjum almennum siðvenjum.

4.     Mætum stundvíslega, með gögnin okkar í allar kennslustundir.

       5.     Sýnum dugnað og metnað í skólastarfinu og virðum vinnufriðinn.

6.     Notkun farsíma og annarra tækja sem trufla skólastarf er bönnuð.

       7.     Virðum rétt annarra til heilbrigðra leikja og hjólum ekki á leiksvæðinu.

       8.     Málsverði á eingöngu að borða í kennslustofum eða í borðsalnum.

       9.     Gosdrykki, sælgæti og orkudrykki notum við ekki í skólanum nema á skemmtunum.

      10.    Notkun rafretta, tóbaks, áfengis og annarra vímuefna er bönnuð.