Gildi skólans

Gildi Eskifjarðarskóla birtast í merki hans, myllunni. Þau eru áræði, færni, virðing og þekking. Gildin fléttast inn í allt starf skólans og skulu vera í hávegum höfð hvar sem nemendur og starfsfólk eru á vegum skólans.

Á starfsdegi í byrjun árs 2018 vann starfsfólk saman í hópum að því að finna leiðir til þess að gera gildin sýnilegri í skólanum og starfinu. Úr vinnunni kom aðgerðaráætlun sem unnið er eftir á komandi skólaári.

Aðgerðaráætlun (PDF).