Innra mat

Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 skal hver skóli meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði starfsins. Markmið innra mats er að tryggja að skólinn starfi í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrá grunnskóla. Matið er umbótamiðað og ætla að auka gæði starfsins. Jafnframt er það til þess að tryggja að réttindi nemenda séu virt og þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á lögum samkvæmt. Matið er einnig ætlað til þess að veita aðilum skólasamfélagsins og fræðsluyfirvöldum upplýsingar um starfið. Mælst er til þess að sem flestir úr skólasamfélaginu komi að matinu, þ.á.m. foreldrar, nemendur, kennarar og starfsfólk.

 

Innra mats teymi er skipað af þremur starfsmönnum skólans.