Móttaka nemenda í styttri tíma

Foreldri/forráðamaður nemanda hefur samband við skólastjóra og leggur fram ósk um að skólinn taki við nemandanum. Undir engum kringumstæðum á foreldri/forráðamaður að hafa samband við kennara eða annað starfsfólk til þess að biðja um að taka við nemanda.

Foreldri þarf að rökstyðja við skólastjóra að skólinn taki við nemanda og skulu rökin vera fullnægjandi. Ef rök eru fullnægjandi ræðir skólastjóri við kennara um móttöku nemandans.