Nemendaverndarráð

Við skólann starfar nemendaverndarráð samkvæmt reglugerð nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum.

Samkvæmt reglugerðinni er hlutverk nemendaverndarráðs "að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi skólaheilsugæslu, náms- og starfsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar um framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Samstarfið getur verið bæði vegna einstakra nemenda og forvarnarstarfs."

Reglugerð nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum.

Í nemendaverndarráði skólaárið 2018-2019 sitja:

Alma Sigurbjörnsdóttir, sálfræðingur frá Skólaskrifstofu

Ásta Stefanía Svavarsdóttir, skólastjóri

Friðrik Á Þorvaldsson, aðstoðarksólastjóri

Gunnhildur Sæbjörnsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur

Jónína Helga Ólafsdóttir, deildarstjóri sérkennslu

Bergey Stefánsdóttir, félagsþjónustu Fjarðabyggðar

 

Ráðið fundar mánaðarlega yfir skólaárið.