Nemendur yngstu bekkjanna eiga þess kost að koma í Dvölina að loknum skóla og dvelja fram eftir degi. Þannig getur lengsta dvöl þar orðið frá 13:15- 16:30. Margir krakkar nýta sér þessa þjónustu og eru í Dvölinni í góðu yfirlæti við leiki og störf. Starfsmenn Dvalarinnar eru þær sem er Alicja Maria Rymon-Lipinska forstöðumaður, Dovilé Rinkeviciené og Þórhildur Tómasdóttir.
Vistunargjald frá 1. janúar 2023 miðast við gjaldskrá Fjarðabyggðar. Gjaldskráin er endurskoðuð reglulega af bæjarstjórn Fjarðabyggðar og er foreldrum því bent á að kynna sér gjaldskrá frístundaheimila á heimasíðu Fjarðabyggðar. Systkinaafsláttur er milli vistunargjalds á frístundaheimili og vistunargjalds í leikskóla. Afsláttur á leikskóla er óbreyttur, en barni 2 á frístundaheimili fylgir 25% afsláttur, barni 3 á frístundaheimili fylgir 50% afsláttur og barni 4 á frístundaheimili fylgir 100% afsláttur. Gjaldið greiðist mánaðarlega, fyrirfram.