Ráð og stjórnir

Nemendaráð Eskifjarðarskóla

Nemendaráð skólans er skipað nemendum úr 6. – 10. bekk.  Nemendur hvers bekkjar kjósa sinn fulltrúa en forystan er í höndum fulltrúa 10. bekkinga. Með nemendaráði vinnur Friðrik Á Þorvaldsson.

Verksvið nemendaráðs er m.a. að skipuleggja dagskrá í félagslífi nemenda innan skólans svo og að vera ráðgefandi um ýmis mál innan skólans sem snúa að nemendum. 

 Fulltrúar nemenda skólaárið 2023-2024

Nemendaráð:

  • Brynhildur Klara Valbjörnsdóttir – 6.bekkur
  • Brynja Guðbjörg Eyþórsdóttir – 7.bekkur
  • Andri Dagur Sigurjónsson  – 8.bekkur
  • Arnar Snær Hermannsson – 9.bekkur
  • Ásdís Olsen Eðvaldsdóttir – 10.bekkur
  • Björn Andri Ríkarðsson – 10.bekkur

Varamenn: 

  • Ýmir Kaldi Oddsson – 6.bekkur
  • Tómas Steinn Ástþórsson – 7.bekkur
  • Elísa Björg Vilborgardóttir – 8.bekkur
  • Óliver Hörður Magnason  – 9.bekkur

Íþróttaráð Eskifjarðarskóla

Íþróttaráð er skipað fulltrúum í 6. – 10. bekk. Ráðið vinnur með íþróttakennara skólans að uppákomum tengdum íþróttum s.s. skólamótum og ýmsum íþróttagreinum. 

Fulltrúar nemenda í íþróttaráði skólaárið 2023-2024

  • Þórunn Lilja Jökulsdóttir – 6.bekkur
  • Mikael Singsdal Bardarson – 7.bekk
  • Sigurþór Hreggviðsson – 8.bekk
  • Michael Fjólar Thorarensen – 9.bekk
  • Davíð Orri Valgeirsson – 10.bekk

Varamenn: 

  • Nanna Silvia Andrésdóttir -6.bekk
  • Svala Rós Jóhannesdóttir – 7.bekk
  • Jón Leví Davidsson – 8.bekk
  • Mikael Logi Unnarsson - 9.bekk
  • Nojus Rinkevicius – 10.bekk

Foreldrafélag Eskifjarðarskóla

 Stjórn foreldrafélagsins:

  • Elísabet Ólöf Ásbjörnsdóttir
  • Hugi Árbjörnsson
  • Þórdís Gunnarsdóttir 

Lög Foreldrafélags Eskifjarðarskóla 

1. gr.  Félagið heitir Foreldrafélag Eskifjarðarskóla. Heimili félagsins og varnarþing er á Eskifirði.

2. gr.  Foreldrar/forráðamenn allra skráðra nemenda skólans eru félagsmenn.

3. gr.  Megintilgangur félagsins er að stuðla að heill og hamingju nemenda, öflugu samstarfi heimila og skólans svo að efla skólastarfið í samstarfi við starfsmenn skólans og yfirstjórn menntamála, þannig að leiði til betri menntunar.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná m.a. með því:

  • Að efla almennt félagsstarf og umræður um skóla- og uppeldismál, eftir atvikum í samráði við starfsmenn skólans.      
  • Að veita skólanum, starfsmönnum hans og nemendum lið við að bæta aðstæður til náms og félagsstarfa jafnt utan sem innan húss.

4. gr.  Á vegum félagsins skulu fyrir hvern bekk vera tveir bekkjarfulltrúar / tenglar úr hópi foreldra/forráðamanna barna í bekknum. Þeir skulu í upphafi hvers skólaárs að hausti boða til fundar með foreldrum/forráðamönnum barna hvers bekkjar í samráði við umsjónarkennara. Fundurinn skal tilnefna bekkjarfulltrúa til eins árs, annar frá hausti til hausts, hinn frá áramótum til áramóta. Í 1. bekk skulu tilnefndir tveir fulltrúar, annar til eins árs og hinn til eins og hálfs árs.

Verkefni bekkjarfulltrúanna er að sinna þeim störfum sem miða að því að styrkja starf skólans og treysta samband hans við heimilin og vinna með bekkjarkennara við undirbúning og framkvæmd bekkjarfunda og skemmtana. Störf sín skulu fulltrúarnir vinna í sem mestu samráði og samvinnu  við aðra foreldra/forráðamenn, enda séu þeir þeim til aðstoðar. Verkefni bekkjarfulltrúa er að vera tengiliður bekkjarins við stjórn félagsins.

5. gr.  Tvisvar á vetri, fyrir og eftir áramót skal stjórn félagsins boða til og halda fund með bekkjarfulltrúum. Þar skulu rædd mál er varða skólann almennt.

6. gr.  Aðalfund félagsins skal halda eigi síðar en 15. september ár hvert. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins, ræður úrslitum um meginmál þess, setur félaginu lög, samþykkir reikninga þess og kýs því stjórn.

Aðalfundur ákveður hverju sinni þá viðmiðunarfjárhæð sem foreldrar / forráðamenn greiði í foreldrasjóð. Honum skal varið eins og stjórnin ákveður til að standa straum af kostnaði við starfsemi félagsins. Allir foreldrar og forráðamenn eru meðlimir í foreldrafélaginu og greiði árlega félagsgjald kr:_1.500 sem innheimtað verður með gíróseðli. Einfaldur meiri hlutir ræður úrslitum í öllum málum.

7. gr. Fráfarandi stjórn boðar aðalfund. Aðalfundur skal boðaður með minnst viku fyrirvara. Í fundarboði skal stjórnin kynna efni fundarins ásamt tillögum sínum að næstu stjórn.  Stjórn skal skipuð 5 mönnum sem kosnir skulu úr hópi foreldra/forráðamanna. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára, tveir ganga úr stjórn annað árið og þrír næsta ár. Tveir úr fráfarandi stjórn verða varamenn í eitt ár ef til forfalla kemur. Enginn stjórnarmaður skal sitja lengur óslitið í stjórn en fjögur ár. Tveir skoðunarmenn reikninga skulu kjörnir á aðalfundi.

8. gr. Stjórn félagsins heldur með sér reglulega fundi. Á fyrsta fundi eftir aðalfund skal hún skipta með sér verkum og kjósa formann, varaformann, gjaldkera og ritara úr sínum hópi og skal sá fundur haldinn eigi síðar en viku eftir aðalfund.

9. gr.  Stjórnin skal skipa einn úr sínum hópi og annan til vara sem áheyrnarfulltrúa foreldra á skólanefndarfundi.

10. gr.  Félagsstjórn getur kosið nefndir sér til aðstoðar við úrlausn verkefna eftir því sem þörf gerist. Þess skal getið í hverju verkefni nefndarinnar eru fólgin, hvenær þau hefjist og hvenær þeim skuli ljúka. Þá skal og ákveðið hvernig sambandi nefndarinnar við stjórn félagsins skuli háttað.

11. gr.   Stjórnin skal þegar ástæða er til boða til almennra félagsfunda eða samkomu í skólanum.

12. gr.  Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi enda sé getið tillögu um það í fundarboði

 

Skólaráð Eskifjarðarskóla

  • Petra Jóhanna Vignisdóttir petra@skolar.fjardabyggd.is
  • Elísabet Ólöf Ásbjörnsdóttir fulltrúi foreldra olla@skolar.fjardabyggd.is
  • Anna Jónsdóttir fulltrúi foreldra annajons@skolar.fjardabyggd.is
  • Friðrik Á. Þorvaldsson kennari frissi@skolar.fjardabyggd.is
  • Kamilla Borg Hjálmarsdóttir þroskaþjálfi fulltrúi starfsfólks kamb@skolar.fjardabyggd.is
  • Jóhanna Guðnadóttir aðstoðarskólastjóri johannag@skolar.fjardabyggd.is
  • Sigrún Traustadóttir skólastjóri sigrun@skolar.fjardabyggd.is 
  • Ásdís Olsen Eðvaldsdóttir 10. bekk
  • Björn Andri Ríkarðsson 10. bekk

 

Fræðslunefnd Fjarðabyggðar

Fulltrúar í Fræðslunefnd
  

Birgir Jónsson, formaður (B)
Salóme Harðardóttir, varaformaður (L)
Jónas Eggert Ólafsson (L)
Ingi Steinn Freysteinsson (D)
Jóhanna Sigfúsdóttir (D)

 Varamenn:

Malgorzata Beata Libera (L)
Birta Sæmundsdóttir (L)
Bjarney Hallgrímsdóttir (B)
Sigurjón Rúnarsson (D)
Magni Þór Harðarson (D)

 

Bæjarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafnmarga til vara í fræðslunefnd. Bæjarstjórn kýs ráðinu formann og varaformann. Ráðið er kosin á fyrsta eða öðrum fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar og er kjörtímabil þess þá hið sama og bæjarstjórnar. Nefndin skal móta stefnu bæjarins í fræðslu- og menntamálum. Nefndin skal vinna að samhæfingu skólastarfs í Fjarðabyggð. Nefndin skal taka ákvarðanir og gera tillögur til bæjarráðs um málefni á verksviði sínu. Jafnframt hefur nefndin eftirlit með að samþykktum og stefnumörkun á verksviði nefndarinnar sé fylgt.  Þá fer nefndin með önnur þau verkefni sem bæjarráð ákveður.

Nefndin vinnur að samstarfi menntastofnana í sveitarfélaginu. Stuðlar að samstarfi skólastiga í sveitarfélaginu og samstarfi og samþættingu starfs tónlistarskóla með þeim. Tilnefnir fulltrúa í stjórn Skólaskrifstofu Austurlands og annast samskipti við skrifstofuna og önnur fræðsluyfirvöld. Framfylgir fræðslu- og frístundastefnu og endurmetur hana að jafnaði tvisvar á kjörtímabili. 

Fer með verkefni grunnskólanefndar samkvæmt grunnskólalögum og hefur umsjón með framkvæmd laganna vegna grunnskóla Fjarðabyggðar. Staðfestir skólanámsskrá og starfsáætlun skóla samkvæmt grunnskólalögum. Hefur samráð við skólastjóra grunnskóla, starfsmenn grunnskóla og fulltrúa foreldra um skólastarfið, skólaráð og nemendaráð hvers grunnskóla eftir því sem við á. Hefur umsjón með málefnum frístundaheimila í Fjarðabyggð.