Leyfi

Nemendur skulu stunda nám sitt af ábyrgð, temja sér stundvísi, reglusemi og góða hegðun. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 er skylda foreldra að sjá til þess að nemendur sæki skóla dag hvern. Ef nemandi þarf leyfi úr skóla í einn dag eða lengur skal forráðamaður sækja um leyfi á sérstöku eyðublaði sem hægt er að fá á skrifstofu skólans eða á heimasíðu hans hér fyrir neðan.

Eftirfarandi reglur gilda um leyfi:

  • Ef nemandi er að fara í leyfi í einn dag eða fleiri skal sækja um leyfi á Mentor. Þegar leyfi hefur verið samþykkt eða synjað mun vera sent svar við leyfisbeiðinni á Mentor. 

Þegar sótt er um tímabundna undanþágu frá skólasókn eru eftirfarandi viðmið til grundvallar. Þau eru:

  • Ástundun nemanda síðustu þrjár annir, mæting, skil á verkefnum og heimanám.
  • Fyrri leyfi á síðustu tveimur önnum eða á skólaárinu.
  • Hvort forráðamaður hafi sinnt skyldu sinni vegna fyrri leyfisbeiðna, hafi séð til þess að nemandi hafi unnið það sem hann missti úr námi meðan á leyfinu stóð.

Athugið að öll röskun á námi nemenda, sem hlýst af leyfi til lengri eða skemmri tíma er á ábyrgð forráðamanna. Foreldrar skulu því gæta hófs í umsóknum um leyfi.

Ef ekki er sótt um leyfi fyrirfram verður gefin fjarvist.

Leiðbeiningar um hvernig sækja skal um leyfi eru hér.