Handbók um einelti og vináttufærni

Við líðum hvorki einelti né annað ofbeldi í Eskifjarðarskóla.

Starfsfólk skólans leitast við að fyrirbyggja einelti og ofbeldi og leysa þau mál sem upp koma á eins farsælan hátt og kostur er. Það er einlægur vilji okkar að skólinn okkar sé öruggur vinnustaður og að þar líði öllum vel.

Við sýnum nemendum okkar festu og ákveðni en um leið hlýju og virðingu.

Gott samstarf heimila og skóla er lykilatriði í baráttunni gegn einelti.

Við leggjum áherslu á að foreldrar séu vel upplýstir um verkefnið og viljum stuðla að aukinni þátttöku foreldra í starfi skólans.

Við hvetjum forelda til að kynna sér áherslur í meðferð eineltismála í handbók um einelti og vináttufærni. 

Handbókina er að finna hér.