Fréttir & tilkynningar

27.10.2025

Dagar myrkurs

Síðastliðinn föstudag, 24. október, héldum við upp á Daga myrkurs í Eskifjarðarskóla. Nemendur og starfsfólk mættu í búningum í tilefni dagsins. Margir bekkir tóku þátt í að skreyta stofurnar með hryllilegum skreytingum – og þá sérstaklega hurðir bekkjarstofanna.