21.09.2023
Í dag fékk Eskifjarðarskóli rausnarlega gjöf frá Rubix og Verkfærasölunni.
Þessi verkfæri eiga eftir að koma sér vel í Hönnunarsmiðjum í 1.-7. bekk og Hönnunarvali í 8.-10. bekk
Davíð Þór Magnússon, rekstrarstjóri Rubix afhenti okkur þessi flottu verkfæri sem Heiðar Högni kennari og 9. bekkur tóku á móti í dag fyrir hönd skólans.
Að því tilefni tókum við þessa flottu mynd.
Takk fyrir okkur Rubix og Verkfærasalan.
Lesa meira
05.09.2023
Heilsudagur haustannar var haldinn í dag, 5.september.
Við vorum heppin með veður og stigin unnu ýmis verkefni.
Lesa meira
08.08.2023
Sökum þess að það er mikið af iðnaðarmönnum að vinna í skólanum okkar þá þurfum við öll okkar bílastæði sem eru við inngang að Lambeyrarbraut og bílastæði fyrir neðan skólann við Strandgötu.
Það er því ekki leyfilegt að hafa bíla, tjaldvagna eða hjólhýsi á stæðum skólans, hvorki á bílastæðum fyrir ofan skólann eða neðan.
Lesa meira
16.06.2023
Sumarkveðja frá skólastjórnendum sem fara í frí 19.júni til 1.ágúst.
Lesa meira
19.05.2023
Íþróttadagurinn var haldinn í íþróttahúsinu í Neskaupstað miðvikudaginn 17. maí.
Lesa meira
04.05.2023
Miðvikudaginn 10. maí bjóða nemendur Eskifjarðarskóla ykkur á Vorskemmtun.
Lesa meira
24.04.2023
Mánudaginn 24.apríl var Stóra upplestarkeppnin haldin í Kirkju- og Menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Þar voru að keppa fulltrúar frá öllum skólum Fjarðabyggðar. Fyrir hönd Eskifjarðarskóla kepptu þau Hekla Bjartey Davíðsdóttir, María Rún Jensen og Róbert Darri Pálsson og stóðu þau sig öll með mikilli prýði. Hekla Bjartey hlaut önnur verðlaun keppninnar og óskum við henni innilega til hamingju.
Lesa meira
23.04.2023
Til foreldra barna í 1., 4., 7. og 10.bekk
Þriðjudaginn 25.apríl nk. verður ljósmyndari frá Akureyri í Eskifjarðarskóla.
Þá verða teknar bekkjarmyndir í 1., 4., 7. og 10. bekk, líkt og áður hefur tíðkast.
Lesa meira
23.04.2023
Góðan dag foreldrar og aðrir forráðamenn,
Mánudaginn 24.apríl verður fundur í skólanum með aðilum frá Fjarðabyggð þar sem farið verður yfir niðurstöður úr mygluprófunum sem tekin voru í Eskifjarðarskóla.
Fundurinn hefst kl. 17:00
Hvetjum alla til að koma.
Lesa meira