Gleðileg jól

Í dag er 19. desember og bráðum koma blessuð jólin. Í morgun komu nemendur saman í sal og sungu jólalögin: Adam átti syni sjö, Ég hlakka svo til, Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Gekk ég yfir sjó og land, Jólahjól, Jólasveinar ganga um gólf, Snjókorn falla og Jólahúbbabúbba. Það var heldur betur fjör í salnum og allir tóku undir af lífs og sálarkröftum og lifðu sig inn anda stundarinnar. Það er greinilegt að jólin nálgast og jólagleðin að ná tökum á öllum.

 

Eftir söngstundina fóru nemendur í stofujól ásamt umsjónarkennara. Á stofujólunum hefur skapast hefð að spila, horfa á jólamynd, borða smákökur og fara í leiki. 

 

Litlu jólin voru á sínum stað hjá 1. - 5. bekk. Hver bekkur var búinn að undirbúa atriði. Nemendur í 5. bekk lásu söguna Einstakt jólatré og voru með bókabíó fyrir þau yngstu. Nemendur í 4. bekk sungu lagið Snjókorn falla. Nemendur í 2. - 3. bekk sungu lagið Jólasveinaþula. Nemendur 1. bekk sungu lagið Við kveikjum einu kerti á. Svo fengum við rauðklædda gesti sem dönsuðu og sungu í kringum jólatréð. 

 

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Með innilegu þakklæti fyrir hið liðna. Hittumst á nýju ári 5. janúar! Með hátíðarkveðju, Eskifjarðarskóli.