Í janúar hefur verið sérstök áhersla á Pólland í 4. bekk. Nemendur kynntu sér landið með fjölbreyttum hætti: þeir bjuggu til veggspjöld um helstu borgir Póllands, lærðu nokkur orð á pólsku og fengu jafnframt tækifæri til að smakka hefðbundinn pólskan mat.
Í pólskri menningu er sérstakur dagur helgaður ömmum og öfum í janúar. Dagur ömmu (Dzień Babci) er haldinn 21. janúar og dagur afa (Dzień Dziadka) 22. janúar. Í Póllandi er algengt að börn og fullorðnir heimsæki afa og ömmur sínar á þessum dögum og færi þeim kort, blóm og litlar gjafir. Í skólum og leikskólum eru oft haldnir viðburðir og sýningar í tilefni dagsins.
Af þessu tilefni buðu nemendur í 4. bekk ömmum og öfum í heimsókn í skólann í gær 22. janúar. Alicja kennari bekkjarins stýrði sínum nemendum í verkefninu, Heimsóknin tókst afar vel. Nemendur voru með góðan upplestur, falleg skilaboð og gáfu sínu fólki gjafir.
|
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is