Viðurkenningar í Jólasmásagnakeppni 2025

Í desember var jólasmásagnarkeppni á vegum Menningarstofu Fjarðabyggðar í samstarfi við grunnskólana í Fjarðabyggð. Þátttakan var góð og margar skemmtilegar sögur frá nemendum Eskifjarðarskóla. Í dag, 19. desember, voru veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir bestu sögurnar í fjórum aldurshópum, en þar voru sögur frá þremur nemendum í Eskifjarðarskóla.

Smákökudeildin (1. bekkur) - Gunnhildur Eydís Andrésdóttir í 1. bekk með söguna Jólamýs.

Miðstig (5. - 7. bekkur) - Vignir Freyr Valgeirsson 7. bekk með söguna Jólaævintýri Láru og Magnúsar

Elsta stig (8. - 10. bekkur) - Brynhildur Klara Valbjörnsdóttir 8. bekk með söguna Jóladraumurinn.

Við viljum óska öllum þeim sem höfðu hugrekki að senda inn sögur innilega til hamingju og þeir mega sannarlega vera stoltir af sjálfum sér. Við hvetjum alla nemendur að taka þátt að ári.