Fréttir

Árshátíð og Páskaskemmtun Eskifjarðarskóla

Árshátíð 6.-10. bekkjar fór fram í miðvikudaginn 30. mars og Páskaskemmtun 1.-5. bekkjar fór fram fimmtudaginn 31. mars. Hver bekkur var með flott skemmtiatriði og lauk árshátíðinni með söngvarakeppni. Vel heppnuðum hátíðum lokið og hæfileikaríkir krakkar í Eskifjarðarskóla.
Lesa meira

Nemendur 10. bekkjar urðu í 2. sæti í Fjármálaleikunum

Nemendur 10.bekkjar við Eskifjarðarskóla urðu í 2.sæti í Fjármálaleikunum. Markmiðið með keppninni er að hvetja sem flesta nemendur til að spreyta sig á skemmtilegum spurningaleik um fjármál. Nemendur fengu 100.000 kr í peningaverðlaun og ætla að gefa upphæðina til Barnaspítala Hringsins. Við óskum 10. bekknum okkar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Lesa meira

Nýjar reglur um skráningu á seint á Mentor

Athugið að frá og með 15.mars 2022 taka gildi reglur í grunnskólum Fjarðabyggðar að skrá skal öll skipti sem nemendur mæta of seint í kennslustund. Ekki er lengur hægt að hringja í ritara og tilkynna um að nemendur mæti of seint til þess að komast hjá skráningu.
Lesa meira

Nýjar reglur um leyfisbeiðni í Grunnskólum Fjarðabyggðar

Þriðjudaginn 15.mars taka nýjar reglur gildi í Grunnskólum Fjarðabyggðar.
Lesa meira

Óskilamunir

Við höfum komið upp aðstöðu í anddyri skólans fyrir óskilamuni. Endilega komið og skoðið hvort þið kannist við eitthvað.
Lesa meira

Öskudagur 2022 í Eskifjarðarskóla

Hér koma myndir frá Öskudeginum í Eskifjarðarskóla
Lesa meira

Fyrirkomulag öskudagsins í Eskifjarðarskóla 2022

Kennarar, stjórnendur og starfsmenn í Eskifjarðarskóla höfum tekið ákvörðun um að nemendur 1.-10. bekkjar fara ekki út í bæ að syngja en skemmta sér þess í stað í skólanum í alls konar hópastarfi og leikjum. Vegna fjölda smita í samfélaginu okkar hafa nokkur fyrirtæki og stofnanir haft samband við okkur og óskað eftir því að börnin komi ekki til þeirra vegna viðkvæmrar stöðu innan þeirra fyrirtækis. Í ljósi þessara óska tókum við þessa ákvörðun. Ef fyrirtæki í bænum og stofnanir í Fjarðabyggð vilja senda nemendum nammi og ýmiskonar góðgæti tökum við fagnandi á móti því og vitum að börnin verða virkilega ánægð með það. Dagskrá öskudagins í Eskifjarðarskóla er að finna hér fyrir neðan.
Lesa meira

Upplýsingar varðandi skólahald mánudaginn 7.febrúar

Þrátt fyrir slæma veðurspá á morgun mánudag þykir ekki ástæða til að loka skólum í Fjarðabyggð. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af veðurspá morgundagsins fyrir austfirði. Því er lagt upp með að skólahald í grunn-, leik- og tónlistarskólum Fjarðabyggðar verði með hefðbundnum hætti á morgun mánudag. Foreldrum er engu að síður í sjálfsvald sett hvort þeir senda börn sín í skóla. Staðan verður endurmetin um klukkan sjö í fyrramálið og tilkynning verður send út í framhaldinu hér á heimasíðu Fjarðabyggðar um hvort loka þurfi skólum.
Lesa meira

HÚSVÖRÐUR VIÐ ESKIFJARÐARSKÓLA

Staða húsvarðar við Eskifjarðarskóla er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu er fellst í umsjón með húsnæði og lóð skólans. Um er að ræða tímabunda ráðningu til 30. júní með möguleika á áframhaldandi starfi. Umsóknarfrestur er til 6. febrúar
Lesa meira

Fyrirkomulag skólastarfs þriðjudaginn 1. febrúar nk -vinsamlega athugið

Þriðjudaginn 1.febrúar fara starfsmenn Eskifjarðarskóla á námskeið. Við viljum þess vegna tilkynna að skóladagur nemenda í 5.-10. bekk lýkur þann dag klukkan 12:50. Nemendur 1.-4.bekk ljúka sínum skóladegi klukkan 13:00. Dvöl og frístund fatlaðra er opin fyrir þau börn sem eru skráð í dvöl þann dag.
Lesa meira