Dj Flugvél og geimskip

Fimmtudaginn 12.október kom dj. flugvél og geimskip til okkar. 

Nemendur í 1.-10.bekk sóttu viðburðinn og þótti mjög gaman. 

Hér er stuttur texti um dj flugvél og geimskip.

dj. flugvél og geimskip (Airplane & Spaceship) er eins manns hljómsveit Steinunnar Harðardóttur sem sækir áhrif frá þúsund heimum.

Tónlist hennar er skilgreind sem rafræn hryllingstónlist með rýmisívafi, blanda af fjörugum töktum, flottum bassa, grípandi laglínum og háum söng. Sýningar hennar eru litríkar og ljóðrænar og tónlist hennar fjallar um framandi heima, leyndardóma, drauma og
hættur næturinnar.

Tónleikar hennar eru eins og undarleg blanda af tónlist, hryllingssögum, ljóðum og leikhúsi.

Eftir sýningu eru áhrif á áhorfendur þau að þeir séu í lifandi draumi eða hafi ferðast út í geiminn. 

Hér eru hlekkir á myndbönd:

dj. flugvél og geimskip - Trommuþrællinn

dj. flugvél og geimskip - The SPHINX

Hér er hlekkur á Spotify

Eskifjarðarskóli þakkar fyrir sig.