Sumarkveðja frá Eskifjarðarskóla

Sumarkveðja skólastjórnenda 

Skólaárið 2022-2023 var tímabil áskoranna og að hugsa út fyrir kassann. Við misstum út tvær bekkjarstofur, íþróttahús og alla aðstöðu á jarðhæð skólans. Það krafðist þess að mikil endurskipulagning varð á kennslufyrirkomulagi til að vinna eftir og ná settum hæfniviðmiðum hvers bekkjar skv. aðalnámskrá grunnskóla. En með samvinnu okkar frábæra starfsfólks þá unnum við að settu marki.

Við viljum líka þakka foreldrum og forráðamönnum skilning og traust. Þegar aðstaða til kennslu er ekki eins og hún verður best á kosin er auðvelt að það vakni spurningar hvort kennsla skv. hæfniviðmiðum aðaðnámskrár sé uppfyllt en við teljum að með öflugu starfsfólk sem hugsar út fyrir kassan sé allt hægt. 

 

Næsta skólaár verður líka tímabil áskoranna og breyting á aðstöðu frá því sem við erum vön að hafa.

Ljóst er að nemendum 1.-10. bekkjar verður keyrt á Reyðarfjörð með rútu í íþróttir einu sinni í viku í tvöfaldan tíma í senn. Þar fá nemendur flotta aðstöðu í stóru íþróttahúsi. Þau koma þá daga sem íþróttir eru á stundaskrá með föt til íþróttaiðkunar og innanhússkó. Sund verður áfram einu sinni í viku.

Ekki vitum við á þessari stundu þegar þetta er skrifað hvenær við fáum neðstu hæð skólans eða þær tvær kennslustofur sem lokaðar eru aftur í notkun. Það verður allt kynnt á kynningarfundi Fjarðabyggðar um stöðu mála í Eskifjarðarskóla 21. júní nk. Kl 16:30.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta. 

 

Við sendum póst 23. maí sl. um hverjir verða umsjónarkennarar í Eskifjarðarskóla skólaárið 2023-2024.

Það verða breytingar í starfsmannahópnum okkar frá og með næsta skólaári. Fjóla Traustadóttir hættir hjá okkur sem sérkennari og ígildi námsráðgjafa. Við óskum henni velfarnaðar og þökkum samstarfið. Í hennar starf kemur Aníta Ösp Ómarsdóttir sem er að koma inn aftur eftir fæðingarorlof. Guðný Margrét kemur aftur inn að loknu launalausu leyfi. Kristjana Mekkín Guðnadóttir lauk stöfum hjá okkur sem stuðningsfulltrúi og í hennar stað verður Þórhildur Tómasdóttir stuðningsfulltrúi. 

Anna Björg Sigurðardóttir er að fara í ársleyfi. Kamilla Borg Hjálmarsdóttir er að fara í fæðingarorlof. Við óskum við þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum. 

Kristjana Guðmundsdóttir tekur að sér bekkjarkennslu á yngsta stigi og sérkennslu skólans. Jóhanna Rut Stefánsdóttir tekur við sem deildarstjóri sérkennslu. Sigrún Traustadóttir hefur verið ráðin skólastjóri og Jóhanna Guðnadóttir sem aðstoðarskólastjóri.

Það stendur til að Moli verði áfram húsvörður í fjarveru Sjonna.  

Ásdís Hauksdóttir, Andrea Birna Aðalsteinsdóttir og Magdalena Justyna Szydlowska koma allar inn í hlutastarf fyrir hádegi.

Breytingar verða á Dvöl, frístund. Nýr forstöðumaður, Huldís Snæbjörnsdóttir, mun taka við 1. ágúst nk. Með henni verða verða Andrea Birna Aðalsteinsdóttir, Dovilé Rinkeviciené og Magdalena Justyna Szydlowska.

 

Við skólastjórnendur förum í frí eftir daginn í dag fram til 1.ágúst. Ef foreldrar þurfa að ná á skólastjórnendur er hægt að senda póst á stjórnendur og við svörum eins fljótt og hægt er.

 

Stundatöflur nemenda verða tilbúnar á mentor eftir 22. ágúst nk. 

Skóli hefst með foreldraviðtölum þriðjudaginn 22.ágúst og fyrsti skóladagur skv. stundaskrá 23.ágúst.

Bókun í foreldraviðtöl verður auglýst í ágúst.

 

Við hlökkum til komandi skólaárs.

 

Takk fyrir veturinn. 

 

Sumarkveðja,

Sigrún, Jóhanna G og Jóhanna Rut