Fréttir

Heimsókn í Hulduhlíð

Við áttum skemmtilega stund með íbúum Hulduhlíðar þann 13. nóvember. Þá lásu nemendur 7. bekkjar valin, gömul og góð ljóð fyrir eldra fólkið sem tók vel á móti nemendum. Við höfðum líka með okkur tónlistarnemendur úr 7. - 8. bekk sem fluttu falleg lög fyrir fólkið. Þetta var yndisleg stund.
Lesa meira

Þemadagur 30. október

Við ætlum að vinna með gildi skólans á þemadegi, miðvikudaginn 30. október. Við römmum gildin okkar inn með orðunum -Virðing - Færni - Þekking - Áræði.
Lesa meira

Snjórinn kominn og snjókarlarnir

Krakkarnir hafa alltaf gaman að leika sér í snjónum. Það litu nokkrir snjókarlar dagsins ljós og snjókastið var líka vinsælt. Mikið fjör í frímínútum hjá yngstu krökkunum.
Lesa meira

Vetrarfrí 21. - 22. október

Vetrarfrí verður í skólanum okkar mánudaginn 21. okt og þriðjudaginn 22. október. Þessa daga verður því engin starfsemi í skólanum né í Dvölinni. Við vonum að nemendur nýti vetrarfríið vel og komi tvíefldir til starfa á miðvikudeginum.
Lesa meira

Ólsen Ólsen dagurinn

Hinn árlegi Ólsen ólsen dagur okkar var haldinn mánudaginn 14. október. Þá komu allir nemendur skólans saman og spiluðu Ólsen í eina kennslustund. Spilamennskan tókst frábærlega og nemendur voru mjög ánægðir með að fá að láta ljós sitt skína í spilum.
Lesa meira

List fyrir alla - Bæjarsirkusinn

Það var skemmtileg heimsókn sem við fengum undir nafni List fyrir alla. Fjörugt og skemmtilegt sirkusfólk mætti á staðinn og sýndi listir sínar í íþróttahúsinu. Allir nemendur skólans fylgdust með og einnig um 90 nemendur frá Nesskóla. Virkilega skemmtileg stund.
Lesa meira

BRAS - smiðjudagur fyrir nemendur 7. - 10. bekkjar

Miðvikudaginn 4. september var nemendum 7. - 10. bekkjar boðið upp á smiðjuveislu í skólanum undir nafni BRAS. Fjölbreytnin var mikil og margar listgreinar í boði. Smiðjurnar voru alls sex talsins og völdu nemendur sér þrjár þeirra til að vinna við. Kennarar í smiðjunum koma víða að.
Lesa meira

Skólabyrjun veturinn 2019-2020

Miðvikudaginn 21. ágúst byrjar skólinn með foreldraviðtölum. Fimmtudaginn 22. ágúst mæta nemendur samkvæmt stundatöflu.
Lesa meira

Nemendur í 3. bekk læra um eldgos

Að undanförnu hafa nemendur 3. bekkjar verið að læra um eldgos. Þeir hafa m.a. verið að kynna sér Heimaeyjargosið 1973.
Lesa meira

Frábær árangur í Lestrarátaki Ævars vísindamanns

Hluti af lestrarátaki skólans var að nemendur í 1.-7. bekk tóku þátt í Lestrarátaki Ævars vísindamanns. Krakkarnir náðu frábærum árangri.
Lesa meira