Jólalegt bókabíó

Í dag bauð 6. bekkur börnunum af elstu deild leikskólans, Snillingadeild, í hátíðlegt bókabíó. Viðburðurinn var liður í því að efla samskipti milli skólastiga og skapa skemmtilega og lærdómsríka upplifun fyrir alla.


Á dagskránni var upplestur úr bókinni Einstakt jólatré eftir Benný Sif, rithöfund sem á rætur að rekja til Eskifjarðar. Textinn úr bókinni var skipt niður á nemendur í 6. bekk, sem lögðu metnað í að æfa framsögn sína. Þau lögðu áherslu á að tala hátt og skýrt, líta upp og standa bein. Nemendur 6. bekkjar gáfu leikskólabörnunum litabók sem þeir höfðu sjálfir hannað sérstaklega fyrir viðburðinn. Þetta var einstök jólastund.

 

Myndir hér.