Jólasöngstund í skólanum okkar

Allir nemendur skólans, starfsmenn og snillingadeildin komu saman á jólasöngstund í dag, föstudaginn fallega 13. desember. Það var heldur betur fjör í salnum og allir tóku undir af lífs og sálarkröftum og lifðu sig inn anda stundarinnar. Það er greinilegt að jólin nálgast og jólagleðin að ná tökum á öllum. Það skemmdi svo ekki fyrir að sungið var við undirleik hljómsveitarinnar ,,Þrír jólakettir”  en hana skipuðu þeir Þórhallur Þorvaldsson, Andri Bergmann Þórhallsson og Guðmann Þorvaldsson auk Arndísar Grýlu Pétursdóttur. Við kunnum þeim hinar bestu þakkir fyrir frábært undirspil. Í lokin fengu allir litlar fallegar jólakúlur til að hengja á jólatré heimilisins eða bara skreyta sjálfa sig með á góðri stundu. Jólagleðin er að taka völdin.