Þann 27. nóvember síðastliðinn buðu nemendur 2. bekkjar fjölskyldu sinni og starfsfólki skólans í upplestur, kaffi og kökur.
Nemendur höfðu undirbúið upplestur á sögunni Búkolla og sýndu myndir um leið og þau lásu söguna.
Textinn úr bókinni var skipt niður á nemendur í 2. bekk, sem lögðu metnað í að æfa framsögn sína. Þau lögðu áherslu á að tala hátt og skýrt, líta upp og standa bein.
Nemendur stóðu sig frábærlega og höfðu æft sig bæði heima og undir stjórn Petru umsjónarkennara.
Að loknum upplestri buðu nemendur gestum sínum í kaffi ög kökur.
Sjá myndir frá viðburðinum hér.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is