25.09.2022
Á morgun mánudaginn, 26. september, er appelsínugul viðvörun á Austfjörðum, vegna hvassviðris. Ekki er þó talin þörf á að loka leik- og grunnskólum en foreldrar eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum frá skólunum með morgni og meta hvort þeir sendi börnin í skóla. Veður getur verið slæmt þó ekki sé talin þörf á að leggja niður kennslu og þá er rétt að hafa yngri börnin heima ef ekki er hægt að fylgja þeim bæði í og úr skóla.
Lesa meira
13.09.2022
Hulda Lind og Katrín María voru kosnar fulltrúar Eskifjarðarskóla í Ungmennráð af nemendum skólans.
Lesa meira
06.09.2022
Miðvikudaginn 7. september kl. 17:00 mun Þorgrímur Þráinsson flytja fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu í matsal Nesskóla.
Lesa meira
02.09.2022
Nú er ljóst að samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir á þessu skólaári og fram til 2024. Prófunum var frestað í kjölfar lagabreytinga í sumar og ákveðið var að þróa áfram Matsferil, sem er nýtt samræmt námsmat í grunnskólum.
Framundan er áframhaldandi samráð og samvinna við skóla um Matsferil og vinna við skipulag á forprófunum á lesskilningsverkefnum og öðrum verkefnum sem geta nýst sem verkfæri fyrir skóla er hafin.
Lesa meira
19.08.2022
Eskja gaf bekkjarsett af Ipödum, hulstur og heyrnartól til 1. bekkjar.
Við þökkum kærlega fyrir þessa veglegu gjöf.
Lesa meira
10.08.2022
Frá og með skólabyrjun skólaárið 2022-2023 verður leyfisbeiðnum fyrir frí einn dag eða meira alfarið afgreiddar í gegnum Mentor.
Sótt er um leyfi á sama stað og nemendur eru tilkynntir veikir, undir hnappnum Ástundun á svæði foreldra.
Skólastjórnendur og ritari sjá um að afgreiða leyfisbeiðnir og móttöku á veikindabeiðnum.
Lesa meira
10.08.2022
Skólaárið hefst á okkur 22. ágúst 2022 með foreldraviðtölum. Viðtalið er bókanlegt á Mentor svæði foreldra.
Opnað verður fyrir bókun í foreldraviðtöl miðvikudaginn 17.ágúst.
Lesa meira
03.06.2022
Hér í Eskifjarðarskóla eru mikið af óskilamunum sem sakna eigenda sinna.
Þegar börnin fara í sumarfrí í dag er mikilvægt að allur fatnaður tengdur nemendum verði tekin með heim.
Lesa meira
03.06.2022
Nemendur 10.bekkjar útskrifuðust við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 2.júní.
Lesa meira