1. bekkingar fá góða gjöf

Það voru ánægðir krakkar í 1. bekk sem tóku á móti reiðhjólahjálmum að gjöf frá Eimskip. Með gjöfinni er stuðlað að enn frekara öryggi í umferðinni og óhöppum og slysum fækkað. Við hvetjum alla, sama í hvaða aldurshópi þeir eru, til að hafa hjálma á höfði þegar farið er í lengri sem styttri hjólaferðir. Við þökkum Eimskip fyrir góða gjöf sem sannarlega kemur sér vel.