Fréttir

Mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn í Eskifjarðarskóla

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kom í heimsókn í Eskifjarðarskóla miðvikudaginn 11. maí 2022.
Lesa meira

Geðlestin og Emmsjé Gauti í Eskifjarðarskóla

Í gær fengu nemendur 8.-10.bekkjar Geðlestina í Eskifjarðarskóla. Geðfræðslunni lauk með tónleikum fyrir alla nemendur skólans með rapparanum Emmsjé Gauta.
Lesa meira

Páskafrí hefst í Eskifjarðarskóla

Páskafrí að loknum skóladegi í dag 8.apríl. Nemendur mæta aftur í skólann skv. stundaskrá þriðjudaginn 19.apríl. Eigið gott páskafrí.
Lesa meira

Vorskemmtun 7.apríl 2022

Fimmtudaginn 7.apríl 2022: Fyrri sýning kl 16:00 Seinni sýning kl 20:00 Aðgangseyrir 1000 kr 500 kr fyrir börn og ellilífeyrisþega. Posi er ekki á staðnum.
Lesa meira

Nemendur í 10. bekk gefa verðlaunaféið til Barnaspítala Hringsins

Nemendur í 10. bekk fá afhent verðlaunin fyrir 2. sætið á fjármálaleikunum.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin í Fjarðabyggð

Fimmtudaginn 31. mars var Stóra upplestarkeppnin haldin í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði, voru þar að keppa fulltrúar frá öllum skólum Fjarðabyggðar. Fyrir hönd Eskifjarðarskóla kepptu þær Katrín María Jónsdóttir og Salóme Una Aradóttir og stóðu þær sig báðar með mikilli prýði. Katrín María hlaut önnur verðlaun keppninnar og óskum við henni innilega til hamingju.
Lesa meira

Árshátíð og Páskaskemmtun Eskifjarðarskóla

Árshátíð 6.-10. bekkjar fór fram í miðvikudaginn 30. mars og Páskaskemmtun 1.-5. bekkjar fór fram fimmtudaginn 31. mars. Hver bekkur var með flott skemmtiatriði og lauk árshátíðinni með söngvarakeppni. Vel heppnuðum hátíðum lokið og hæfileikaríkir krakkar í Eskifjarðarskóla.
Lesa meira

Nemendur 10. bekkjar urðu í 2. sæti í Fjármálaleikunum

Nemendur 10.bekkjar við Eskifjarðarskóla urðu í 2.sæti í Fjármálaleikunum. Markmiðið með keppninni er að hvetja sem flesta nemendur til að spreyta sig á skemmtilegum spurningaleik um fjármál. Nemendur fengu 100.000 kr í peningaverðlaun og ætla að gefa upphæðina til Barnaspítala Hringsins. Við óskum 10. bekknum okkar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Lesa meira

Nýjar reglur um skráningu á seint á Mentor

Athugið að frá og með 15.mars 2022 taka gildi reglur í grunnskólum Fjarðabyggðar að skrá skal öll skipti sem nemendur mæta of seint í kennslustund. Ekki er lengur hægt að hringja í ritara og tilkynna um að nemendur mæti of seint til þess að komast hjá skráningu.
Lesa meira

Nýjar reglur um leyfisbeiðni í Grunnskólum Fjarðabyggðar

Þriðjudaginn 15.mars taka nýjar reglur gildi í Grunnskólum Fjarðabyggðar.
Lesa meira