Kvan námskeið fyrir nemendur og foreldra

Föstudaginn 23. september hélt Kvan námskeið í samstarfi við Austra, foreldrafélagið og 10. bekk. Nemendur fengu námskeið um jákvæð samskipti, góðan bekkjaranda, hópefli og menningu innan hópa. Seinna um kvöldið var foreldrum boðið á fræðslu þar sem rætt var um hvað fullorðnir geta gert til þess að styðja við ungmenni sín, mikilvægi vináttu og fá betri skilning á þeim félagsreglum sem skapast í hópum.

Við þökkum Lilju Cederborg kærlega fyrir gott námskeið.