Gunni og Felix í Eskifjarðarskóla 13.október

Við fengum frábæra heimsókn fimmtudaginn 13.október sl.

Félagarnir Gunnar Helgason og Felix Bergson mættu með 90 mínútna langa dagskrá fyrir 1.-10. bekk.

Felix fór ofan í saumana á hinum ýmsu fjölskylduformum sem hafa alltaf verið til í samfélaginu þó sum hafi verið „samþykktari“ en önnur. Hann opnaði augu og hjörtu nemenda og starfsfólks og stuðlar þar með að opnara og fordómalausara samfélagi. Hvað er „venjuleg“ fjölskylda? Hvað er það að vera fjölskylda?

Gunnar var með fyrirlestur um hvernig á að skrifa geggjaðar sögur og inn í þann fyrirlestur blandaði Felix pælingum um fjölskyldur og mismunandi fjölskylduform. Þeir svöruðu svo spurningum og pælingum nemenda. 

Gunnar fór í sínum fyrirlestri ofan í það hvað þarf til að gera góða sögu enn betri. Hann notaðist við Aristóteles, Andersen, Dickens og Disney, tók dæmi og dýpkði skilning barnanna á söguuppbyggingu sem þau geta strax nýtt sér við sína sögusmíð.

Að fyrirlestrum loknum skemmtu þeir krökkunum og starfsfólki með söng og glensi.

Í kjölfarið tók við söngskemmtunin Ein stór fjölskylda, þar sem Gunni og Felix sungu þrjú lög. Nemendur og starfsfólk sungu með, dönsuðu og tóku þátt. 

Myndir frá viðburðinum er að finna hér.