Fulltrúar Eskifjarðarskóla í Ungmennaráði

Ungmennaráð er skipað fulltrúum úr 8. til 10. bekk allra grunnskóla í Fjarðabyggð auk annarra félaga. Hulda Lind og Katrín María voru kosnar fulltrúar Eskifjarðarskóla í Ungmennráð af nemendum skólans.

Helsta hlutverk ungmennaráðs er að gæta hagsmuna ungs fólks í Fjarðabyggð á aldrinum 13 til 18 ára gagnvart sveitarstjórn. Það hlutverk rækir ráðið með því m.a. að koma skoðunum og tillögum ungs flólks til viðeigandi aðila innan stjórnkerfis sveitarfélagsins og með umfjöllun og umsögnum um einstök mál sem snerta aldurshópinn sérstaklega. Þá er því enn fremur ætlað að efla tengsl nemenda framhaldsskóla sveitarfélgsins og bæjaryfirvalda með því að standa fyrir umræðu innan framhaldsskólans um þau mál sem horft geta til hagsbóta.

Nánar um ungmennráð inn á heimsíðu Fjarðabyggðar