Það er kominn desember og bráðum koma jólin. Nemendur í Eskifjarðarskóla hafa verið uppteknir í allskonar verkefnum tengdum jólunum. Nemendur í 1. - 10. bekk hafa hannað alls kyns jólaskraut í smíðum og textíl til að skreyta sameiginlegt jólatré sem þeir bjuggu til. Í heimilisfræði bökuðu nemendur piparkökur og smákökur af öllum stærðum og gerðum. Nokkrir hópar bjuggu til piparkökuhús og litlu snillingarnir á leikskólanum bjuggu til kókosgaldrakúlur. Í myndmennt fékk ímyndunaraflið lausan tauminn og nemendur hönnuðu og máluðu t.a.m tindáta.
Gleðileg jól.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is