Jólaverkefni í smiðjum

Það er kominn desember og bráðum koma jólin. Nemendur í Eskifjarðarskóla hafa verið uppteknir í allskonar verkefnum tengdum jólunum. Nemendur í 1. - 10. bekk hafa hannað alls kyns jólaskraut í smíðum og textíl til að skreyta sameiginlegt jólatré sem þeir bjuggu til. Í heimilisfræði bökuðu nemendur piparkökur og smákökur af öllum stærðum og gerðum. Nokkrir hópar bjuggu til piparkökuhús og litlu snillingarnir á leikskólanum bjuggu til kókosgaldrakúlur. Í myndmennt fékk ímyndunaraflið lausan tauminn og nemendur hönnuðu og máluðu t.a.m tindáta.


Gleðileg jól.