Eskifjörður, 28. janúar 2025
Ályktun frá Skólaráði Eskifjarðarskóla
Skólaráð Eskifjarðarskóla ákvað á fundi sínum 20. janúar síðastliðinn að senda ályktun til bæjaryfirvalda í Fjarðabyggð vegna aðstöðuleysis barna til íþróttaiðkunnar.
Skólaráð Eskifjarðarskóla lýsir yfir áhyggjum sínum af aðstöðuleysi eskfirskar barna til hreyfingar, íþrótta og leikja. Í að verða tvö skólaár hafa eskfirskir nemendur ekki fengið kennslu í íþróttum í sínum heimabæ þar sem íþróttahúsinu var lokað vegna slæms ástands og myglu.
Við teljum að það sé vænlegast fyrir nemendur Eskifjarðarskóla að fá íþróttakennslu í sínum bæjarkjarna líkt og önnur börn í Fjarðabyggð.
Það að hafa íþróttahús hefur jákvæð áhrif á skólastarf og nýtist í fleiri námsgreinum en íþróttum.
Við viljum einnig lýsa yfir áhyggjum okkar af skólalóð Eskifjarðarskóla. Þegar farið var síðast í framkvæmdir á skólalóðinni var miklum fjármunum varið í hönnun hennar þar sem m.a. var tekið tillit til þarfa nemenda í leik og námi. Þegar farið var svo í þessar framkvæmdir var litið framhjá þeirri hönnun án nokkurs samráðs. Leiktækin á skólalóðinni eru nú í slæmu ástandi, brotin og líður langur tími þangað til gert er við þau. Sparkvellinum á skólalóðinni er illa viðhaldið og er ónothæfur yfir vetrartímann vegna þess að snjóbræðsla undir vellinum virkar ekki.
Við skorum á bæjaryfirvöld að fara vel yfir ástand skólalóðar Eskifjarðarskóla sem og koma sparkvellinum í nothæft ástand. Við viljum einnig að staðan á íþróttahúsi á Eskifirði sé tekin af alvöru og ráðist verði í framkvæmdir. Berum hag allra barna í Fjarðabyggð fyrir brjósti og látið aðstöðuleysi og ástand skólalóðar ykkur varða.
Virðingafyllst,
Skólaráð Eskifjarðarskóla
Sigrún Traustadóttir, skólastjóri
Jóhanna Guðnadóttir, aðstoðarskólastjóri
Aníta Ösp Ómarsdóttir, fulltrúi kennara
Marta Magdalena Baginska, fulltrúi kennara
Elísabet Ólöf Ásbjörnsdóttir, fulltrúi starfsmanna
Davíð Brynjar Sigurjónsson, fulltrúi foreldra
Vilborg Konný Björgvinsdóttir, fulltrúi foreldra
Freyr Guðnason, fulltrúi grenndarsamfélagsins
Selma Líf Jóhannesdóttir, fulltrúi nemenda
Nanna María Ragnarsdóttir, fulltrúi nemenda
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is