Fréttir

Vetrarfrí 21. - 22. október

Vetrarfrí verður í skólanum okkar mánudaginn 21. okt og þriðjudaginn 22. október. Þessa daga verður því engin starfsemi í skólanum né í Dvölinni. Við vonum að nemendur nýti vetrarfríið vel og komi tvíefldir til starfa á miðvikudeginum.
Lesa meira

Ólsen Ólsen dagurinn

Hinn árlegi Ólsen ólsen dagur okkar var haldinn mánudaginn 14. október. Þá komu allir nemendur skólans saman og spiluðu Ólsen í eina kennslustund. Spilamennskan tókst frábærlega og nemendur voru mjög ánægðir með að fá að láta ljós sitt skína í spilum.
Lesa meira

List fyrir alla - Bæjarsirkusinn

Það var skemmtileg heimsókn sem við fengum undir nafni List fyrir alla. Fjörugt og skemmtilegt sirkusfólk mætti á staðinn og sýndi listir sínar í íþróttahúsinu. Allir nemendur skólans fylgdust með og einnig um 90 nemendur frá Nesskóla. Virkilega skemmtileg stund.
Lesa meira

BRAS - smiðjudagur fyrir nemendur 7. - 10. bekkjar

Miðvikudaginn 4. september var nemendum 7. - 10. bekkjar boðið upp á smiðjuveislu í skólanum undir nafni BRAS. Fjölbreytnin var mikil og margar listgreinar í boði. Smiðjurnar voru alls sex talsins og völdu nemendur sér þrjár þeirra til að vinna við. Kennarar í smiðjunum koma víða að.
Lesa meira

Skólabyrjun veturinn 2019-2020

Miðvikudaginn 21. ágúst byrjar skólinn með foreldraviðtölum. Fimmtudaginn 22. ágúst mæta nemendur samkvæmt stundatöflu.
Lesa meira

Nemendur í 3. bekk læra um eldgos

Að undanförnu hafa nemendur 3. bekkjar verið að læra um eldgos. Þeir hafa m.a. verið að kynna sér Heimaeyjargosið 1973.
Lesa meira

Frábær árangur í Lestrarátaki Ævars vísindamanns

Hluti af lestrarátaki skólans var að nemendur í 1.-7. bekk tóku þátt í Lestrarátaki Ævars vísindamanns. Krakkarnir náðu frábærum árangri.
Lesa meira

Árshátíð á morgun

Á morgun, fimmtudaginn 28. febrúar, fer hin árlega árshátíð nemenda í 6.-10. bekk fram.
Lesa meira

Lestrarátakinu lokið

Lestrarátakið sem hófst þann 21. janúar lauk sl. föstudag með lokahátíð. Nemendur náðu frábærum árangri í átakinu og nú er að halda því áfram.
Lesa meira

Ungur nemur gamall temur

Á dögunum fengu Hjúkrunarheimilin í Fjarðabyggð styrk úr Rannsóknarsjóði Hrafnistu í verkefnið "Ungur nemur, gamall temur". Nemendur okkar leggja sitt af mörkum í verkefnið.
Lesa meira