Heilsudagur haustannar 2023

Heilsudagur haustannnar var haldinn í dag, 5.september.

Veðrið var með besta móti og það gerði daginn enn betri. 

1.-4. bekkur mættu við sundlaugina. Þau byrjuðu daginn í sundi, fóru svo í  leiki á Eskjuvelli, labbaði út í skóla og enduðu daginn á hoppubelgnum og á skólavellinum. 

5.-7. bekkur mættu á hjólum með hjálm. Þau byrjuðu daginn í hjólaþraut á bílastæði fyrir neðan skólann. Þau hjóluðu svo með viðkomu á nokkrum stöðum að Óskafossi. Þar voru grillaðar pylsur, borðuð ber og gengið bak við fossinn.

8.-10. bekkur tóku þátt í Heilsuleikunum. Þar var meðal annars keppt í amerískum fótbolta og í kraftakeppni. 

Myndir frá deginum má finna hér.