Útskrift

Það var fríður og föngulegur hópur 10. bekkinga sem kvaddi skólann í gær. Útskriftin tókst vel undir stjórn Arndísar Báru umsjónarkennara krakkanna, margt skemmtilegt rifjað upp frá skólagöngu þeirra. Sigrún skólastjóri flutti nemendum bestu árnaðaróskir með framhaldið á námsferli þeirra. Útskriftin var sannarlega gleðistund og við færum líka nemendum og foreldrum 9. bekkinga þakkir fyrir að uppvarta alla þá sem í salnum voru og samfögnuðu útskriftarnemendunum.