Við héldum söngstund í salnum okkar fimmtudaginn 22. janúar, og tilefnið var Bóndadagur sem er á morgun og gengur þá þorri í garð. Kennarinn Friðrik Á. Þorvaldsson hélt utan um dagskrána og fræddi nemendur um hefðir, daga og ýmsilegt annað sem tengist þorranum.
Á dagskrá voru eftirfarandi lög: Þorraþræll, Á Sprengisandi, Krummavísa, Kátir voru karlar og Nú er úti norðanvindur. Kennararnir Guðmann, Frissi, Anton og Heiðar leiddu sönginn við undirleik Andra Bergmanns og kunnum við honum hinar bestu þakkir fyrir frábært undirspil. Það var heldur betur stemmning í salnum og allir tóku hressilega undir.
Við hvetjum nemendur í öllum bekkjum að mæta í fínum eða snyrtilegum fötum á morgun í tilefni bóndadagsins.
Nemendur á yngsta stigi mega koma með sparinesti og bangsa með sér í skólann.
Við í Eskifjarðarskóla bjóðum þorrann velkominn.
|
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is