Bættur námsárangur

Skólinn vinnur ásamt öðrum skólum á Austurlandi að verkefninu Bættur námsárangur á Austurlandi. Verkefnið hófst með því að þann 16. janúar 2015 undirrituðu skólastjórnendur leik- og grunnskóla í landshlutanum undir viljayfirlýsingu um bættan námsárangur með sérstakri áherslu á læsi og stærðfræði. 

Það felur í sér að sérfræðingar Skólaskrifstofunnar koma reglulega inn í skólana, skima í lestri og stærðfræði og skila niðurstöðum sem er síðan unnið með innan skólanna í samráði . Að auki er boðið upp á námskeið og fleira sem styður við verkefnið.

Frekari upplýsingar má finna hér.