Matseðill

Frá haustinu 2017 hefur verið sameiginlegur matseðill fyrir alla leik- og grunnskóla í Fjarðabyggð. Matseðilinn rúllar á 7 vikna fresti og þeir sem sjá um matinn koma til með að hafa úr nokkrum uppskriftum að velja hvern dag. Við samsetningu matseðlana er farið eftir ráðleggingum frá landlæknisembættinu sem styðjast við samnorrænar næringarráðleggingar. Hér fyrir neðan er hægt að sjá matseðla fyrir hverja viku.

  • Fiskur eða fiskréttir tvisvar í viku. Líka feitur fiskur.
  • Kjöt eða kjötréttir tvisvar í viku.
  • Súpur, skyr, hrísgrjónagrautur eða léttur réttur einu sinni í viku.
  • Grænmeti, salat og ávextir í boði alla daga.
  • Gróft brauð (með háu hlutfalli trefja).
  • Grænmetisréttir, tvisvar sinnum í mánuði í stað kjötrétta

25. ágúst - Danskar hakkabollur m. soðnum kartöflum og brúnni sósu.

26. ágúst - Soðinn fiskur m. kartöflum, tómatsósu og rúgbrauði.

27. ágúst - Kjúklingasúpa m. sýrðum rjóma, snakki, osti og brauði.

28. ágúst - Gúllas m. grænmeti og kartöflumús

29. ágúst - Skyr m. múslí og smurt brauð m. áleggi.

 

1. sept - Grænmetisbuff m. hrísgrjónum, salati og súrsætri sósu.

2. sept - Grísasteik m. steiktum kartöflum, grænmeti og soðsósu.

3. sept - Gratineraður fiskur m. grænmeti, hrísgrjónum og kaldri sósu.

4. sept - Lasagne m. kartöflumús og salati.

5. sept - Hrísgrjónagrautur m. kanilsykri og slátri.

 

8. sept - Fiskur í raspi m. kartöflum og kaldri hvítlaukssósu.

9.sept - Pasta n. pylsubitum, grænmeti og heitri hvítlaukssósu.

10.sept -Steiktur kjúklingur m. kartöflubátum og kokteilsósu.

11. sept - Plokkfiskur m. soðnum kartöflum, rúgbrauði og smjöri.

12. sept - Íslensk kjötsúpa m. snittubrauði.

 

15. sept - Hakk og spaghettí m. hvítlauksbrauði.

16. sept - Ofnbakaður fiskur m. karrýsósu og hrísgrjónum.

17. sept - Hamborgara veisla.

18. sept - Vínarsnitsel m. steiktum kartöflum og sveppasósu.

19. sept - Makkarónugrautur m. kanilsykri og smurðu brauði.