Fundur í skólaráði Eskifjarðarskóla
Fundur í skólaráði Eskifjarðarskóla fimmtudaginn 25.09.2025 kl. 16:30
Mættir voru: Sigrún Traustadóttir skólastjóri, Arndís Bára Pétursdóttir aðstoðarskólastjóri, Freyr Guðnason, Davíð B. Sigurjónsson, Vilborg K. Björgvinsdóttir, Elísabet Ólöf Ásbjörnsdóttir, Andri Dagur Sigurjónsson og Sigurþór Hreggviðsson.
Dagskrá fundar:
Farið var yfir niðurstöður úr könnunum Skólapúlsins sem lagðar voru fyrir skólaárið 2024-2025. Gerður var samanburður á milli ára sem sýnir að skólinn er að síga upp á við í mörgum þáttum en það sem helst þarf að bæta er líðan nemenda. Framundan er könnun í október og hefur verið ákveðið að gefa nemendum meiri tíma til þess að geta gert könnunina vel en skólinn telur að með því verði könnunin markverðari.
Kynntar voru þær breytingar sem eiga sér stað á námsmati hjá skólunum í Fjarðabyggð en allir skólarnir að undaskyldum Eskifjarðarskóla ætla að taka þessar breytingar inn núna. Við ætlum hins vegar að halda okkar striki þetta skólaárið og koma inn að fullu haustið 2026. Eskifjarðarskóli telur að slíkar breytingar þurfi að kynna vel fyrir foreldrasamfélaginu og verður það gert á kynningarfundum í ágúst 2026 sem og að farið verður yfir þetta á foreldraþingi þann 22. okt. n.k.
Minnt var á heimasíðu skólans grunnesk.is og mikilvægi þess að halda síðunni virkri og þar sé hægt fyrir foreldra að nálgast allar nýjustu upplýsingar.
Fundi slitið
Fundargerð ritaði
Sigrún Traustadóttir skólastjóri
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is