Fimmtudaginn 10. apríl, er skemmtilegasti og flottasti viðburður skólaársins, Árshátíð Eskifjarðarskóla. Hver bekkur hefur undirbúið skemmtiatriði en auk þess eru fjöldi annarra atriða, annáll og viðurkenningar afhentar. Skemmtunin hefst kl. 18:00 og ætti að vera lokið í síðasta lagi kl. 22:00. Aðgangseyri 2000 kr. - Óvæntur glaðningur, hátíðarmatur og gos innifalið í verðinu.
Hvenær? - Fimmtudaginn 10. apríl, kl. 18:00 til ca 22:00
Hvar? - Í sal skólans, gengið er inn um aðalinngang skólans.
Aðgangseyrir: 2000 kr.
Klæðnaður: Snyrtilegur.