1. bekkur fær hjálma

Nemendur í fyrsta bekk fengu á dögunum fræðslu frá Gunnhildi skólahjúkrunarfræðingi um notkun hjólahjálma, þar fór hún m.a. yfir mikilvægi þess að hjálmurinn sitji rétt á höfðinu og sé rétt stilltur. Í kjölfarið fengu svo 1. bekkingar afhenta hjálma að gjöf frá Kiwanis og Eimskipafélagi Íslands. Í kjölfar þessarar umræðu viljum við minna á mikilvægi þess að nota einnig hjálma á hlaupabrettum, línuskautum og ekki má gleyma rafhlaupahjólunum. 

Nú eru komnar út nýjar fræðslumyndir frá Samgöngustofu er varða umferðaröryggi. 

Fræðslumynd um rafhlaupahjól
Vinsældir rafhlaupahjóla hafa aukist mikið að undanförnu hér á landi enda frábær farartæki séu þau notuð rétt. Þau tilheyra flokki reiðhjóla og um þau gilda sömu reglur og um reiðhjól að því undanskyldu að þeim má ekki aka á akbraut. Í þessu myndbandi er farið yfir mikilvæg atriði varðandi notkun þeirra og öryggi. Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta.