5. bekkur og tæknin

Nemendur 5.bekkjar hafa verið að læra um einfaldar vélar í náttúrufræði. Tæki sem létta mönnum vinnu köllum við í daglegu tali áhöld eða verkfæri. Í eðlisfræði köllum við þau vélar. Þær eru vogarstöng, skáflötur, trissa, hjól og ás, fleygur og skrúfa.

Eftir að hafa fræðst um mismunandi gerðir og horft á fræðslumyndbönd þar sem einfaldar vélar eru útskýrðar þá útbjuggu nemendur einfalda vél með LEGO-kubbum. LEGO-settin eru til að gera vélarnar sýnilegri og byggir á nálgun sem LEGO Education leggur upp með.

Bekknum var skipt upp í þrjá hópa sem hver fékk eina einfalda vél til að byggja. Allir hópar fá að reyna við öll viðfangsefni.