6. bekkur sigldi í Mjóafjörð

Fyrsti leggur ferðarinnar var yfir í Neskaupstað þar sem komið var um hádegisbil. Síðan var siglt út Norðfjörðinn, séð inn í Hellisfjörð og Viðfjörð á leiðinni út að Barðsnesi. Síðan var farið framhjá Norðfjarðarnípunni. Komið var í Mjóafjörð um kl. 14:00 þar sem kveikt hafði verið í grillinu. Í Mjóafirði fengu nemendur leiðsögn um þorpið á Brekku og komið var við í fjárhúsinu. Þar voru komin lömb sem vöktu mikinn áhuga. Lagt var af stað heim um kl. 16:30 og komið rétt upp úr kl. 18:00. Frábær dagur í góðu veðri.

Kristjana Guðmundsdóttir kennari fór með hópnum og tók myndirnar sem fylgja með fréttinni.